Báru eld að klæðningu Egilsbúðar

14.09.2017 - 12:59
Mynd með færslu
 Mynd: Guðrún Egilsdóttir  -  Facebook
Skemmdarvargar sem úðuðu lakki á Egilsbúð í Neskaupstað aðfararnótt þriðjudags virðast hafa lagt eld að lakkinu meðan það var enn blautt og eldfimt. Ummerki hafa fundist um að eldur hafi logað utan á járnklæðningu á húsinu.

Málarar voru fengnir til að hreinsa lakkið af klæðningunni og hefur tekist að afmá krotið. Þeir sem voru að verki fóru upp á þak á lægri hluta hússins og úðuðu á þrjár hliðar þess. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum enda hefði eldurinn geta farið í tjörudúk sem er yfir þakinu. Sveitarfélagið leggi áherslu á að málið verið upplýst sem allra fyrst.

 

Mynd með færslu
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV