Bandaríkjamenn sakaðir um árás á Aleppo

11.02.2016 - 16:47
epa04987562 A Fairchild Republic A-10 Thunderbolt military plane flies during the NATO Brave Warrior 2015 international military exercise near Veszprem, Hungary, 21 October 2015. Hungarian officers will lead the ops of the NATO drill series taking place
Bandarísk A-10 herflugvél.  Mynd: EPA  -  MTI
Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði í dag að bandarískar orrustuflugvélar hefðu varpað sprengjum á borgina Aleppo í norðurhluta Sýrlands í gær. Áður hafði bandaríska varnarmálaráðuneytið sakað Rússa um að hafa sprengt tvö sjúkrahús í borginni.

Rússneska varnarmálaráðuneytið svaraði þá að tvær bandarískar A-10 flugvélar hefðu flogið inn yfir Sýrland frá Tyrklandi í gærmorgun og síðan varpað sprengjum á Aleppo. Talsmaður Bandaríkjahers vísaði þessu á bug.