Banaslys í Ólafsvíkurhöfn

18.02.2016 - 09:34
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Maður á níræðisaldri lést þegar bíll hans fór í höfnina í Ólafsvík síðdegis í gær. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svo virðist sem að maðurinn hafi misst stjórn á bílnum sínum með þessum afleiðingum. Lífgunartilraunir hófust strax eftir að tókst að ná bílnum uppúr höfninni en báru ekki árangur.
 

Banaslys í Ólafsvíkurhöfn.Maður á níræðisaldri lést er bíll hans fór í höfnina í Ólafsvík síðdegis í gær. Maðurinn,...

Posted by Lögreglan Vesturlandi on 18 February 2016

Mynd með færslu
Halla Ólafsdóttir
Fréttastofa RÚV