Banaslys á Suðurskautslandinu

12.01.2016 - 15:31
epa04690655 A handout picture made available by the Australian Antartic Division on 03 April 2015 shows a general view of Davis Station in the Australian Antarctic Territory, Antarctica, 22 March 2015. A seriously ill Australian expeditioner arrived on 03
Davis-rannsóknastöðin á Suðurskautslandinu.  Mynd: EPA  -  AAP/AUSTRALIAN ANTARCTICDIVISION
Kanadískur þyrluflugmaður lést eftir að hafa fallið 20 metra niður í jökulsprungu á Suðurskautslandinu í gærkvöld, um 140 kílómetra norðaustur af Davis-rannsóknarstöð Ástrala.

Maðurinn og félagi hans voru á tveimur þyrlum að flytja þangað eldsneyti. Kanadamaðurinn sté út úr vél sinni og féll nær samstundis ofan í sprungu. Hinn gat ekkert gert einn síns liðs og hélt aftur til Davis-stöðvarinnar, sem er um 45 mínútna flug, og sótti þangað þrjá menn, sérfræðinga í björgunarstörfum. Þeim tókst á ná til mannsins, hífa hann upp og koma honum undir læknishendur, en hann lést skömmu síðar af meiðslum sínum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV