Bale með þrennu í fyrsta leik Zidane

09.01.2016 - 22:00
epa05087915 (FILE) A file picture dated 26 March 2015 of former French international Zinedine Zidane smiling on the pitch prior to the international friendly soccer match between France and Brazil at the Stade de France in Saint-Denis, near Paris, France.
Zidane fer vel af stað sem stjóri Real Madrid.  Mynd: EPA  -  EPA FILE
Gareth Bale skoraði þrennu í 5-0 sigri Real Madrid gegn Deportivo La Coruna í spænsku La Liga deildinni í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti hjá Real Madrid undir stjórn Zinedine Zidane.

Mörk Bale voru hvert öðru glæsilegra og Frakkinn Karim Benzema skoraði svo hin tvö mörkin. Real Madrid situr í þriðja sæti deildarinnar með 37 stig og er 5 stigum á eftir Barcelona sem situr í efsta sæti eftir 4-0 sigur á Granada í dag. Lionel Messi skoraði þrennu fyrir Barcelona.

Úrslit dagsins í spænska boltanum:
Barcelona - Granada 4-0
Getafe - Real Betis 1-0
Sevilla - Ath. Bilbao 2-0
Real Madrid -Deportivo de La Coruña 5-0

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður