Bætur fyrir gæsluvarðhald

25.01.2016 - 17:16
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Ríkið þarf að greiða rúmlega þrítugum karlmanni 350 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var látinn sæta vikulangri gæsluvarðhaldsvist í einangrun í febrúar 2011 eftir að bróðir hans var handtekinn fyrir þjófnað. Eftir vikulanga einangrun var málið á hendur manninum látið falla niður.

Í dómnum kemur fram að ekki ríki vafi um að einangrunarvistin olli manninum miska. Hann fór fram á tvær milljónir króna í bætur en dómurum þóttu 350.000 krónur hæfilegar.

Mynd með færslu
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV