Bæði stafrænt og hliðrænt

28.02.2016 - 10:38
Mynd með færslu
 Mynd: Sævar Jóhannesson  -  Rás 2
Í Rokklandi dagsins verður boðið upp á bragðgóða súpu með alþjóðlegu bragði.

Við skoðum aðeins Bresku tónlistarverlaunin (Brit Awards) sem fóru fram í vikunni sem leið, en þaðan er það helst að frétta að Björk var valin besta alþjóðlega tónlistarkonan, Adele fékk flest verðlaun -  fyrir bestu bresku plötu ársins (25), besta breska lagið (Hello) og var svo valin besta breska tónlistarkonan. Þar að auki fékk hún sérstök Globel success verðlaun fyrir frábæran árangur á heimsvísu. David Bowie var líka heiðraður með glæsibrag með því að honum voru veitt Icon verðlaun fyrir ævistarfið sitt og James Bay, 25 ára gamall strákur frá Hertfordshire á Englandi var valinn besti breski tónlistarkarlinn.

Við kynnumst í þættinum hljómsveitinni Stafrænn Hákon sem spilar músík sem kemur úr sama dalnum og tónlist Sigur Rósar, Mogwai  og Godspeed you Black Emperor. Ólafur Örn Jósepsson forsprakki Stafræns Hákonar sem var einu sinni einn í þessari hljómsveit, kemur í heimsókn.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
olipalli@ruv.is

Rokkland minnir svo á Hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti – langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur.