Aukning í fjölda símtala til Hjálparsímans

16.01.2016 - 13:36
Mynd með færslu
 Mynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson  -  RÚV
Rúmlega 15 þúsund símtöl bárust Hjálparsíma Rauða krossins á nýliðnu ári. Þetta er aukning um ellefu prósent milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum.

Fólkið sem hringir glími við vandamál sem séu jafn ólík og þau eru mörg.
Á vefsíðu Rauða krossins kemur fram að flest símtöl séu vegna sálrænna vandamála svo sem kvíða, þunglyndis, félagslegrar einangrunar, eineltis og geðröskunar. Þá hafi sjálfsvígssímtölum fjölgað jafnt og þétt en árið 2013 bárust 289 símtöl vegna sjálfsvíga en 405 símtöl árið 2014.

Á árinu 2015 bárust til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallinu 1717.is rúmlega 15 þúsund símtöl og spjöll. Þ...

Posted by Rauði krossinn on 11. janúar 2016

Alls tók Hjálparsíminn við rúmlega 14 þúsund símtölum árið 2014 sem gerir í kringum 40 símtöl á dag. 
 

Um 80 sjálfboðaliðar taka á móti símtölum allan sólarhringinn og veita þeim sem hringja sálrænan stuðning.

 

 
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV