Auknar líkur á nýrri stjórn í Líbíu

15.02.2016 - 10:00
epa04611935 Libyan soldiers gather at Martyrs Square before being deployed to secure Tripoli, Libya, 09 February 2015. According to media reports, security forces of the Central Security Administration were deployed in the capital as part of the Interior
Mikil ólga hefur verið í Líbíu undanfarin misseri.  Mynd: EPA
Forsætisráð Líbíu hefur kynnt ráðherra nýrrar ríkisstjórnar, sem taka mun við völdum fái hún blessun beggja þinga í landinu, þess sem situr í Tobruk og hins sem er í Trípólí.

Samkomulag náðist í desember um myndun samsteypustjórnar með fulltrúum beggja fylkinga, en þingið í Tobruk hafnaði fyrstu stjórninni sem kynnt var í síðasta mánuði og kvað ráðherra of marga, en þeir voru yfir þrjátíu.

Fréttastofan Al Jazeera segir að átján verði í nýrri stjórn fái hún brautargengi. Svonefnt forsætisráð valdi ráðherra í stjórn, en ekki var eining innan ráðsins því tveir af níu fulltrúum ráðsins voru ekki ánægðir með niðurstöðuna og neituðu að skrifa undir ráðherraskipan.

Einn fulltrúa ráðsins sagði þó við Al Jazeera að þetta kynni að verða fyrsta skrefið að því að binda enda á stríðsátökin í Líbíu.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV