Auðn kynna nýtt lag: Í Hálmstráið Held

Mynd með færslu
 Mynd: Auðn  -  auðn
Íslenska rokksveitin Auðn sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Farvegir Fyrndar 10. nóvember næstkomandi, en þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar hjá Season of Mist útgáfunni. Til að svala þorsta íslenskra þungarokkara frumflytjum við hér lagið "Í Hálmstráið Held" sem verður að finna á umræddri skífu. 

Hljómsveitin heldur á tónleikaferðalag um Evrópu með hljómsveitinni Gaahl's Wyrd, en sveitin inniheldur fyrrum söngvara hljómveitarinnar Gorgoroth, Gaahl (öðru nafni Kristian Eivind Espedal). Með Gaahl's Wyrd og Auðn í þessu ferðalagi verður hljómsveitin The Great Old Ones frá frakklandi. Ferðalag þetta hefst 1. desember í Þýskalandi og endar tveimur vikum síðar í Hollandi á Eindhoven Metal Meeting

Hljómsveitin sagði nýverið frá því að lagið 'Í Hálmstráið Held' sé gott dæmi um hvað við má búast á nýju plötunni 'Farvegir Fyrndar', en lagið er bæði kraftmikið og angurvært á sama tíma. 

Mynd með færslu
Sigvaldi Jónsson
dagskrárgerðarmaður
Dordingull
Þessi þáttur er í hlaðvarpi