Átta fórust í lestarslysi í Þýskalandi

09.02.2016 - 09:41
epa05150855 Rescue teams work at the site of a train accident near Bad Aibling, Germany, 09 February 2016. At least four people are dead and another 150 injured after two commuter trains collided head on near the southern German town of Bad Aibling,
 Mynd: EPA  -  DPA
Átta fórust í alvarlegu lestarslysi í Þýskalandi í morgun. 100 til viðbótar eru slasaðir, þar af eru fimmtán í lífshættu og 40 alvarlega slasaðir. Slysið varð þegar tvær járnbrautarlestir skullu saman nærri bænum Bad Aibling í Bæjaralandi, í Suður-Þýskalandi. Lestirnar voru á sama spori milli Munchen og Rosenheim og komu úr gagnstæðri átt. Við áreksturinn fór önnur lestin út af sporinu og fjöldi vagna valt.

Vetrarfrí er í skólum og því færri námsmenn í lestunum en á venjulegum morgni. Hundruð björgunarsveitarmenn eru á slysstað og mikill fjöldi sjúkrabíla og  börgunarþyrlna hafa verið notaðar til að koma fólkinu á spítala í nágreninu. Allar lestarferðir hafa verið felldar niður nærri slystaðnum.

Lögreglan á svæðinu hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu að íslenskum tíma.

 

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV