Assange gefur sig fram tapi hann máli sínu

04.02.2016 - 04:52
Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Julian Assange, stofnandi vefsíðunnar WikiLeaks, ætlar að gefa sig fram við bresku lögregluna á morgun verði úrskurður dómstóls á vegum Sameinuðu þjóðanna honum í óhag. Assange hefur dvalið í sendiráði Ekvadors í Lundúnum í rúmlega þrjú ár.

Assange sendi formlega kvörtun til vinnuhóps Sameinuðu þjóðanna um óréttmætar fangelsanir í september 2014. Hann hefur haldið til í sendiráðinu frá því hann kom þangað, því ef hann fer út verður hann handtekinn og að öllum líkindum framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér ákærur vegna birtingar leyniskjala.

Hann sendi frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem hann segist ætla að yfirgefa sendiráðið um hádegi á morgun verði úrskurðurinn honum ekki í hag. Verði úrskurðurinn honum hins vegar í hag býst hann við því að fá vegabréf sitt umsvifalaust og allar handtökuskipanir verði afturkallaðar.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV