Arsenal upp að hlið Leicester á toppnum

17.01.2016 - 20:09
epa05107279 Arsenal's Joel Campbell (R) challenged by Stoke City's Erik Pieters during the English Premier League soccer match between Stoke City and Arsenal at the Britannia stadium in Stoke, Britain, 17 January 2016.  EPA/Nigel Roddis
 Mynd: EPA
Varnirnar stóðu sína plikt í leik Stoke og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag því hvorugu liðinu tókst að skora. Lokatölur á Britania vellinum urðu 0-0.

Arsenal lék án Þjóðverjans Mezut Ozil sem var frá vegna meiðsla en hann hefur leikið frábærlega á leiktíðinni. Leikmenn Arsenal söknuðu Ozil sem náðu ekki að skapa sér mikið fyrir framan mark Stoke.

Arsenal hefur nú gert tvö jafntefli í röð og er með 44 stig á toppi deildarinnar ásamt Leicester City. Manchester City er í þriðja sæti með 43 stig og því mikil spenna á toppnum.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður