Arsenal þarf að mæta Hull að nýju

20.02.2016 - 15:11
epa05094181 Arsenal Joel Campbell celebrates after scoring a goal against Sunderland during the English FA Cup third round match between Arsenal and Sunderland at the Emirates in London, Britain, 09 January 2016.  EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA EDITORIAL USE
Joel Campbell skoraði fyrir Arsenal í dag.  Mynd: EPA
Bikarmeistarar Arsenal og Hull gerðu markalaust jafntefli í enska bikarnum í dag því þurfa liðin að mætast að nýju. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gerði níu breytingar á liði sínu frá síðasta leik og stillti upp hálfgerðu varaliði gegn Hull sem situr á toppi ensku B-deildarinnar.

Eldin Jakupovic, markvörður Hull, átti frábæran leik í markinu og varði oft á tíðum mjög vel. Liðin þurfa því að mætast að nýju á heimavelli Hull í mars.

Nóg er framundan hjá Arsenal sem mætir Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður