Aron: Verðskuldaður sigur á erfiðum útivelli

10.01.2016 - 16:06
„Það hefur verið góð þróun í leikjunum hjá okkur. Þessir leikir í Þýsklandi hafa verið mjög sterkir. Leikurinn í gær var góður en það voru hlutir í varnarleiknum sem við þurftum að laga,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, eftir sigur Íslands í vináttuleik gegn Þjóðverjum í dag.

„Varnarleikurinn var virkilega sterkur í fyrri hálfleik í dag þar sem við stóðum ótrúlega vel sex á móti sex en áttum í vandræðum með þá í seinni bylgjunni í hraðaupphlaupum. Sóknarleikurinn hefur verið striður en við vorum að spila lengur inn í kerfin í dag. Við verðskulduðum sigur á erfiðum útivelli.“

Sjá má viðtalið við Aron Kristjánsson í heild sinni hér að ofan.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður