Aron: Þurfum að fá meiri aga

06.01.2016 - 22:19
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik, var skiljanlega óhress með leik sinna manna eftir tap gegn Portúgal í kvöld, 28-32.

Aron segir að það taki tíma að slípa saman íslenska liðið sem á þó þrjá æfingaleiki eftir áður en EM hefst í Póllandi þann 15. janúar næstkomandi.

„Við vildum aðeins of mikið í dag. Það var óðagot í okkar sóknarleik. Við erum að spila á nýju kerfi í hraðaupphlaupunum og það tekur smá tíma að slípa það saman. Þetta er fyrsti leikurinn sem við spilum og þetta hefur litið vel út á æfingum. Sóknarlega erum við að klikka í mörgum dauðafærum. Við þurfum að fá upp meiri aga,“ sagði Aron í samtali við RÚV í leikslok.

Sjá má allt viðtalið við Aron Kristjánsson í myndbandinu hér að ofan.

Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður
Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður