Aron Kristjáns: Ófyrirgefanlegt

19.01.2016 - 21:48
epa04587098 Iceland's coach Aron Kristjansson attends the post match press conference following the Qatar 2015 24th Men's Handball World Championship Round of 16 match between Iceland and Denmark at the Lusail Multipurpose Hall outside Doha,
 Mynd: Qatar 2015 via epa
„Ég sem þjálfari ber ábyrgðina og við náðum ekki að kalla okkar besta fram í dag. Ég hleyp af sjálfsögðu ekkert undan því,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, í kjölfar þess að Ísland féll úr leik á EM í handbolta sem fram fer í Póllandi. Ísland tapaði í kvöld 37-28 fyrir Króötum.

„Við hendum þessu algjörlega frá okkur á móti Hvíta-Rússlandi því þar áttum við möguleika á að tryggja okkur áfram. Þetta er virkilega svekkjandi og ófyrirgefanlegt að ná ekki að klára þetta.“ 

Aðspurður um framhaldið í ljósi þess að samningur hans rennur út í sumar svaraði Aron: „Nú borgar sig að koma sér út úr þessu húsi, heim og aðeins að kæla sig niður áður en maður segir eitthvað.“

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður