Aron Kristjáns: Mjög slakur varnarleikur

17.01.2016 - 17:12
Aron Kristjánsson var sár og svekktur eftir tap Íslands gegn Hvítrússum á EM í handbolta sem fram fer í Póllandi. Slakur varnarleikur varð Íslandi að falli í leiknum en liðið fékk á sig 39 mörk í dag.

„Mjög slakur varnarleikur var stóra vandamálið í þessum leik og við vorum skrefi á eftir Hvítrússum í öllum þeirra aðgerðum. Það var ekkert nýtt í þeirra leik en við réðum einfaldlega ekki þá,“ sagði Aron í samtali við Hans Steinar Bjarnason að leik loknum.

Nánar má heyra í Aroni í myndbandinu hér að ofan.

Mynd með færslu
Hans Steinar Bjarnason
íþróttafréttamaður
Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður