Árni segir sig úr ráðgjafarnefnd

08.03.2016 - 12:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Árni Sigfússon hefur ákveðið að víkja úr ráðgjafarnefnd Orkusjóðs þar sem Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi verið vanhæfur til að fjalla um styrkbeiðni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Árni er bróðir Þorsteins Inga Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar.

„Áhersluatriði sem styrkt skyldu 2015, samkvæmt auglýsingu, voru ekki ákveðin af okkur sem komum öll ný að ráðgjafanefndinni eftir að sú auglýsing hafði verið birt,“ segir Árni í færslu sinni. „Umsókn Nýsköpunarmiðstöðvar, sem er ríkisstofnun, fékk hæstu einkunn óháðra sérfræðinga (reglur okkar eru þær að láta meta umsóknir utan nefndarinnar) og kom því ekkert við minni setu í ráðgjafanefndinni. Ráðgjafanefndin tekur síðan mið af þeim fjárveitingum sem til umráða eru og leggur þá fram tillögur til ráðherra.“

Árni segir að aldrei hafi komið til umræðu að hann viki af fundi við afgreiðslu tillagnanna enda enginn ágreiningur um þær. Jafnframt hefði hann vikið ef hann hefði fengið minnstu vísbendingu um að það kynni að taka þátt í tillögum til ráðuneytisins um styrkveitingar. „Bróðir minn er forstjóri þessarar ríkisstofnunar en kemur hvergi nálægt, eða á fjárhagslegra hagsmuna að gæta, í einstaka umsóknum sem unnar eru á hennar vegum um allt land. Hann hefur aldrei rætt við mig um verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar sem tengjast ráðgjafanefnd Orkusjóðs.“

Árni segist vinna vinnu sína af heilindum og kostgæfni. Þarna hafi þó aðili sem hann virði metið það svo að honum hafi yfirsést.

 

 

Á síðasta ári tók ég að mér að vera í ráðgjafanefnd Orkusjóðs sem er þriggja manna nefnd sem kemur að jafnaði mánað...

Posted by Árni Sigfússon on 7. mars 2016

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV