Arna Stefanía vann bronsverðlaun á EM

16.07.2017 - 14:07
Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann nú rétt í þessu bronsverðlaun í 400 m grindahlaupi á Evrópumóti 23 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Póllandi. Arna Stefanía kom í mark á 56,37 sek. sem er hennar besti tími ár.

Arna Stefanía hljóp jafnt og þétt og þegar kom að næstsíðustu grindinni var hún fjórða. Hún bætti hins vegar vel í hraðann í lokin og var orðin þriðja þegar hún fór yfir síðustu grindina. Hún hljóp svo af öryggi í mark og endaði í þriðja sæti.

Arna Stefanía er annar Íslendingurinn sem vinnur til verðlauna á mótinu, því Aníta Hinriksdóttir vann til silfurverðlauna í 800 m hlaupi í gær.

Myndskeið með úrslitahlaupi Örnu Stefaníu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður