Arlen Specter látinn

15.10.2012 - 03:53
Mynd með færslu
Arlen Specter, fyrrverandi þingmaður í öldungadeild Bandaríkjaþings lést í gær 82 ára að aldri.

 Specter var þingmaður Pennsylvaníu í deildinni í 30 ár. Hann var hófsamur repúblíkani og oft þyrnir í augum flokksbræðra sinna. Specter sagði skilið við repúblíkana árið 2009  og gekk til liðs við demókrata. Hann sagði að repúblíkanar hefðu færst alltof langt til hægri. Specter reyndi að verða frambjóðandi demókrata í Pennsylvaníu í kosningum í hitteðfyrra en tapaði í forkosningum.