Arkitektinn að Skriðuklaustri

15.01.2016 - 23:18
Mynd með færslu
 Mynd: Útsvar
Í viðureign Akureyrar og Hafnarfjarðar í síðasta Útsvarsþætti var spurt hvaða sögufrægu íslensku byggingu þýski arkitektinn Fritz Höger hefði teiknað.

Hafnfirðingar svöruðu réttilega að það væri Skriðuklaustur á Fljótsdal og fengu tíu stig að launum. Í spurningunni var því haldið fram að Höger hefði líka teiknað Arnarhreiður Hitlers. Þarna reiddi spurningahöfundur í góðri trú sig á fullyrðingu þess efnis í ritverkinu Landið þitt Ísland sem við nánari skoðun reyndist ekki á rökum reist. Arkitektinn að Arnarhreiðrinu hét Roderich Fick. Þessi meinlega villa í aðdraganda hinnar eiginlegu spurningar breytir því hins vegar ekki að spurningin og svarið við henni eru byggðar á staðreyndum. Skriðuklaustur er sögufræga húsið sem Höger teiknaði.

Þórdís Jóhannesdóttir
Útsvar