Árekstur á Bústaðavegi

14.09.2017 - 16:56
Mynd með færslu
 Mynd: Milla Ósk Magnúsdóttir  -  RÚV
Fólksbíll og lögreglubíll lentu í árekstri við gatnamót Skógarhlíðar og Bústaðavegar á fimmta tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins slasaðist enginn alvarlega. Að sögn varðstjórans hafði áreksturinn ekki teljandi áhrif á umferðina, sem jafnan er þung á þessari leið síðdegis.
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV