Árborg komið áfram í næstu umferð

08.01.2016 - 21:59
Mynd með færslu
 Mynd: Útsvar
Mynd með færslu
 Mynd: Útsvar
Lið Reykjanesbæjar og Árborgar mættust í fyrsta þætti Útsvars á nýju ári. Viðureign kvöldsins var jöfn og spennandi en svo fór að Árborg sigraði með 86 stigum gegn 50 stigum Reykjanesbæjar.

Reykjanesbær hafði yfirhöndina framan af en þegar aðeins stóru spurningarnar voru eftir var staðan hnífjöfn. Þá náði Árborg forystu sem þau héldu til allt til loka. Lið Reykjanesbæjar var skipað Baldri Guðmundssyni, Guðrúnu Ösp Theodórsdóttur og Grétari Sigurðssyni. Í liði Árborgar voru þau Herborg Pálsdóttir, Gísli Axelsson og Gísli Stefánsson. Við þökkum keppendum Reykjanesbæjar kærlega fyrir þátttökuna og vonumst til að sjá þau í Útsvari næsta haust. 

Þórdís Jóhannesdóttir
Útsvar