Árás á lögreglustöð í Istanbul

03.03.2016 - 10:05
epa05150086 A young man tries to protect his girlfirend as Turkish police fires water cannon and tear gas to disperse the crowd during a protest against the Turkish government's security operations in eastern Turkey, in Istanbul, Turkey, 08 February
 Mynd: EPA
Tvær konur réðust á höfuðstöðvar óeirðarlögreglunnar í Istanbul í Tyrklandi á tíunda tímanum. Tyrkneski fjölmiðlar segja að þær hafi kastað handsprengjum og hafið skothríð. Nýjustu fregnir herma að þær hafi flúið inn í aðra byggingu þar sem þær séu nú umkringdar.

Lögreglan hefur lokað af stóru svæði þar í kring. Ekki er ljóst á hverra vegum þær eru en grunur beinist nú þegar að kúrdískum uppreisnarsveitum þar sem konur eru stór hluti af vígasveitum þeirra og Kúrdar eiga harma að hefna vegna ofbeldis sem mótmælendur úr þeirra röðum hafa orðið fyrir af hendi tyrknesku óeirðarlögreglunnar.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV