Árangurslaus fundur í álversdeilu

24.02.2016 - 16:05
Mynd með færslu
 Mynd: Hallgrímur Indriðason  -  RÚV
Samingafundi í kjaradeilunni í Straumsvík, sem hófst klukkan eitt er lokið, án árangurs og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Bann við uppskipun á áli í Strausmvíkurhöfn tók gildi á miðnætti. Stjórnendur reyndu í morgun að sjá um uppskipun, en verkfallsverðir með fulltingi ASí komu í veg fyrir það.

AFL-starfsgreinasamband fordæmir í tilkynningu í dag,  það sem kallað er verkfallsbrot yfirmanna í Straumsvík og skorar á stjórn Samtaka Atvinnulífsins að fordæma framkomu Ísal og yfirmanna fyrirtækisins.

 

Ragnhildur Thorlacius
Fréttastofa RÚV