Apple kynnir nýjan snjallsíma í næsta mánuði

03.02.2016 - 23:25
Mynd með færslu
 Mynd: YouTube
Bandaríski tölvurisinn Apple ætlar í næsta mánuði að kynna nýja gerð iPhone snjallsíma. Hann verður ódýrari en aðrir símar frá Apple sem eru á markaðinum og verður nefndur iPhone 5SE.

 

Fjölmiðlar vestanhafs fullyrða að síminn verði kynntur 15. mars, ásamt nokkrum öðrum nýjungum frá Apple, svo sem iPad Air 3 spjaldtölvu og ýmsum aukahlutum fyrir snjallúr fyrirtækisins Apple Watch.

Hlutabréf í Apple féllu í verði í janúar, þegar afkomutölur næsta ársfjórðunginn voru birtar. Samkvæmt spá er útlit fyrir að hagnaður fyrirtækisins verði 11 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Þá var greint frá því að sala á iPhone símum hefði dregist töluvert saman að undanförnu, einkum vegna minnkandi eftirspurnar í Kína.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV