Anya Hrund Shaddock er handhafi Nótunnar 2017

Barnaefni
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

Anya Hrund Shaddock er handhafi Nótunnar 2017

Barnaefni
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
20.04.2017 - 07:18.Bergljót Haraldsdóttir
Píanónemandinn Anya Hrund Shaddock úr Tónlistaskóla Fáskrúðs- og Stöðvarfjarðar er handhafi Nótunnar 2017.

Anya Hrund, sem er fjórtán ára, vann aðalverðlaunin á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskóla landsins, sem haldin var í sjötta sinn hinn 25. mars sl. í Eldborgarsal Hörpu, fyrir flutning  á  „Claire de lune“ úr Bergamasque-svítunni eftir Claude Debussy.  Þess má geta að sama kvöld vann Anya Hrund  einnig Söngkeppni Samfés með frumsömdu lagi sem hún söng sjálf. Upptakan er fengin frá Tónlistarsafni Íslands.