Andstæðingar Íslands takast á

15.01.2016 - 15:55
Andstæðingar Íslands í B-riðli á Evrópumótinu í Póllandi, Króatía og Hvíta-Rússland, eigast nú við í beinni útsendingu. Staðan í hálfleik er 15-15 og er þetta fyrsti leikur mótsins.

Fyrsti leikur Íslands er gegn Noregi og hefst klukkan 17.15. Leikurinn verður sýndur beint en EM stofan í stjórn Þóru Arnórsdóttur hefst klukkan 16.45.

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV