Amabadama á toppi Vinsældalista Rásar 2

25.02.2017 - 17:00
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
„Gang'á eftir þér“ með hljómsveitinni Amabadama er nýtt topplag Vinsældalista Rásar 2. Topplag síðustu tveggja vikna fer niður í annað sætið, lagið „Castle On The Hill“ með enska tónlistarmanninum Ed Sheeran og í þriðja sæti listans er lagið „Vígin falla“ með Jónasi Sigurðssyni og Ritvélum framtíðarinnar.

Þrjú ný lög koma inn á lista vikunnar, þau eru flutt af Jóni Ólafssyni, Tómasi R. Einarssyni og Sigríði Thorlacius - og Febrúar.

Skoðaðu nýjan Vinsældalista Rásar 2 - Vika 08
Frumfluttur lau. kl. 15 | Endurfluttur sun. kl. 22
Samantekt lista: Matthías Már Magnússon
Dagskrárgerð: Sighvatur Jónsson

Mynd með færslu
Sighvatur Jónsson
Vinsældalisti Rásar 2
Þessi þáttur er í hlaðvarpi