Alvarlega slösuð eftir bílveltu

29.02.2016 - 11:56
Mynd með færslu
 Mynd: Helgi Seljan  -  Mynd
Erlend kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir bílveltu á Skógarströnd, milli Stykkishólms og Búðardals, seinni partinn í gær.

Sex erlendir ferðamenn voru í bílnum og þurfti að aðstoð tækjabíls frá Stykkishólmi til að klippa tvo þeirra út. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Líf, var kölluð út og flutti þrjá á Landspítalann í Fossvogi. Lenti þyrlan þar rétt fyrir klukkan hálf sex í gærkvöldi. Læknar og sjúkrabílar frá bæði Búðardal og Stykkishólmi komu á vettvang og fluttu þrjá farþega til aðhlynningar.

Mynd með færslu
Halla Ólafsdóttir
Fréttastofa RÚV