Alþingi: Spurt út í samskiptavanda lögreglu

Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til Ólafar Nordal innanríkisráðherra um samskiptavanda innan lögreglunnar. Fyrirspurnin er í fjórum liðum þar sem Rósa Björk spyr meðal annars um hvort ráðherra hafi áform um að bregðast við samskiptavanda meðal yfirmanna í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hvort samskiptavandi hafi leitt til mistaka í aðgerðum.

Þá spyr þingmaðurinn hvort ráðherra telji að mistök við rannsókn umfangsmikils fíkniefnamáls sem lauk með 11 ára fangelsisdómi yfir hollenskri konu kalli á sérstaka rannsókn á starfsháttum lögreglu.

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV