Almennir borgarar afhöfðaðir af vígamönnum

09.07.2017 - 03:33
Erlent · Afríka · Hryðjuverk · Kenía
Hundreds of newly trained Shabaab fighters perform military exercises in the Lafofe area some 18Km south of Mogadishu on Thursday Feb. 17, 2011.  In information which could not be independently verified,  Islamist officials who spoke during the show of
Liðsmenn al-Shabab hryðjuverkasamtakanna  Mynd: ASSOCIATED PRESS  -  AP Photo/Farah Abdi Warsameh
Vígamenn úr sómölsku hryðjuverkasamtökunum al-Shabaab afhöfðuðu níu almenna borgara í þorpi í Kenía í gær. Árásum vígamanna hefur fjölgað undanfarnar vikur í Kenía.

Breska dagblaðið Guardian hefur eftir James Ole Serian, yfirmanni öryggissveita sem berjast gegn al-Shabaab, að árásin hafi verið gerð í þorpinu Jima í suðausturhluta Kenía. Sjaldgæft er að vígamenn afhöfði fórnarlömb í Kenía, en þetta er þekkt aðferð í nágrannaríkinu Sómalíu. 
Aðeins mánuður er til forsetakosninga í Kenía og óttast yfirvöld að al-Shabaab eigi eftir að bæta enn í árásir sínar fram að þeim.

Hryðjuverkasamtökin segja árásirnar vera hefndaraðgerð vegna hernaðaraðgerða keníska hersins gegn samtökunum í Sómalíu árið 2011. 
Stjórnvöld í Kenía hafa enn ekki gefið út yfirlýsingu vegna árásarinnar. Innanríkisráðherrann Fred Matiangi fyrirskipaði útgöngubann frá sólsetri til sólarupprásar í sýslum sem liggja að landamærunum við Sómalíu.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV