Allyson Felix tók fram úr Bolt og Ottey

13.08.2017 - 15:11
epa06135959 Bronze medalist Allyson Felix of the USA during the awarding ceremony of the women's 400m final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 10 August 2017.  EPA/WILL OLIVER
 Mynd: EPA
Hin bandaríska Allyson Michelle Felix tók í gær fram úr þeim Usain Bolt og Merlene Ottey þegar kemur að fjölda verðlauna á HM í frjálsum íþróttum en bæði Bolt og Ottey koma frá Jamaíka.

Með því að ná bronsi í 400 metra hlaupi kvenna á miðvikudaginn síðastliðinn þá jafnaði Allyson Felix þau Usain Bolt og Merlene Ottey í fjölda verðlauna á HM en þá voru þau öll með fjórtán talsins.

Það er ljóst að Usain Bolt og Merlene Ottey munu ekki bæta við sig verðlaunum en Bolt hljóp sitt síðasta hlaup á ferlinum í gær og nokkur ár eru síðan Ottey hætti. Hvort Felix nái þó að hlaupa jafn lengi og Ottey gerði verður að koma í ljós en hún var fertug þegar hún nældi sér í brons á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000 ásamt því að hún tók þátt á leikunum í Aþenu fjórum árum síðar.

Hin 31 árs gamla Felix hefur hlaupið í 100, 200 og 400 metra spretthlaupum á ferlinum ásamt því að vera oftar en ekki í boðhlaupssveit Bandaríkjanna á bæði HM og Ólympíuleikunum.

Ásamt því að eiga flest verðlaun á HM í frjálsum íþróttum þá er Felix jafnframt eina frjáls íþrótta konan sem hefur unnið til sex gullverðlauna á Ólympíuleikum. Samtals hefur hún farið níu sinnum á pall á Ólympíuleikunum.

Allyson Felix gerði sér svo lítið fyrir og tók fram úr þeim Bolt og Ottey í gær þegar hún var hluti af boðhlaupssveit Bandaríkjanna sem vann 4x100 metra boðhlaup kvenna í gær. Sveit Bandaríkjanna kom í mark á 41.82 sekúndum en sveit Bretlands var í öðru sæti á 42.12 sekúndum.

epa06141103 US relay team members Aaliyah Brown (L) Morolake Akinosun (R), Allyson Felix (2L and Tori Bowie celebrate after winning the women's 4x100m Relay final at the London 2017 IAAF World Championships in London, Britain, 12 August 2017.  EPA
 Mynd: EPA

Það eru komin tólf ár síðan Felix vann sín fyrstu gullverðlaun á HM en þá vann hún gull í 200 metra hlaupinu. Tveimur árum síðar gerði hún sér lítið fyrir og vann aftur gull í 200 metrunum ásamt því að vera í boðhlaupssveit Bandaríkjanna sem unnu bæði 4x100 og 4x400 metra boðhlaupin.

Af þeim fimmtán verðlaunum sem Felix hefur unnið á HM þá eru tíu þeirra gull, þrjár silfur og tvær brons.

Hún fær svo tækifæri til að bæta við verðlaunasafn sitt í kvöld en þá hleypur hún í 4x400 metra boðhlaupi kvenna en sýnt verður frá hlaupinu beint á RÚV2 klukkan 19:55.