Allt að 18 stiga hiti austanlands

17.07.2017 - 06:16
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Suðvestlæg átt verður í dag, yfirleitt 5 til 10 metrar á sekúndu og smáskúrir, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Um landið austanvert léttir til.

Í fyrramálið verður vaxandi suðaustanátt, 10 til 23 metrar á sekúndu upp úr hádegi, hvassast við suðvesturströndina. Talsverð rigning verður sunnan- og vestanlands, en þurrt um landið norðaustanvert. Síðdegis fer að draga úr vindi. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast fyrir austan. Á morgun verður hiti 12 til 21 stig á, hlýjast norðaustan til.

Búist er við stormi við suðvesturströndina upp úr hádegi á morgun með hvössum vindhviðum við fjöll sem getur verið varasamt farartækjum sem taka á sig mikinn vind. Gera má gera ráð fyrir talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands.

 

Dagný Hulda Erlendsdóttir