Allir mæta með bílinn í skoðun á sama tíma

21.03.2016 - 10:08
Öllum bifreiðaeigendum ber skylda til þess að láta skoða bílinn sinn reglulega. Í stærstu þéttbýlisstöðum landsins eru bifreiðaskoðunarstöðvar en þeir sem búa á fámennari stöðum þurfa oft að aka um langan veg til þess að komast í næstu skoðunarstöð. Til þess að þjónusta alla landsmenn jafnt keypti Frumherji færanlega skoðunarstöð árið 1989 og síðan þá hefur hún flakkað með reglulegu millibili um landið.

„Ætli við séum ekki að fara á svona átta staði með þessa færanlegu stöð,“ segir Jón Hermannsson, stöðvarstjóri hjá Frumherja, sem var staddur á Breiðdalsvík með skoðunarstöðina í vikunni. Þangað kemur stöðin aðeins einu sinni á ári og þá mæta nánast allir bæjarbúar með bílinn sinn í skoðun - óháð því á hvaða tölustaf bílnúmerið endar. 

Landinn fór til Breiðdalsvíkur og fylgdist með því þegar bæjarbúar komu með bílana sína í skoðun. Þáttinn í heild er hægt að sjá hér. Landinn er einnig á Facebook sem og á YouTube og Instagram: #ruvlandinn.

 

Mynd með færslu
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Landinn