Allir læra að dansa

24.02.2014 - 14:03
Mynd með færslu
Börnin í Þingeyjarskóla í Suður-Þingeyjarsýslu hafa mörg lært dans síðan þau voru í leikskóla. Danskennslunni er haldið áfram upp allan grunnskólann svo nemendurnir eru orðnir vel ballfærir þegar þeir útskrifast. Rík danshefð er á þessu svæði, einkum í Reykjadal, og ungir og aldnir dansa jafnan sama

Það hefur stundum vakið athygli aðkomufólks. Landinn reimaði á sig dansskóna og brá sér á þorrablót Þingeyjarskóla í Ýdölum þar sem dansinn dunaði fram á nótt.

Landinn er á FacebookInstagram og YouTube. Kíkið endilega á okkur þar!