Álíta flugvélar Bandaríkjanna skotmörk

19.06.2017 - 13:42
epa04416226 A handout picture made available by the US Department of Defense (DoD) on 25 September 2014 shows a formation of US Navy F-18E Super Hornets leaving after receiving fuel from a KC-135 Stratotanker over northern Iraq, 23 September 2014. These
 Mynd: EPA  -  DOD/DVIDS
Stjórnvöld í Rússlandi hafa tilkynnt bandarískum yfirvöldum að þau muni líta á flugvélar þeirra sem skotmork og fylgjast með þeim sem slíkum. Þetta gera þau vegna þess að Bandaríkjaher skaut niður flugvél sýrlenska hersins sem gerði loftárásir á hersveitir sem njóta stuðnings Bandaríkjahers.

Rússar hafa einnig lýst yfir að þeir muni loka á samskipti landanna í tengslum við hernaðaraðgerðir í Sýrlandi, en þeim var ætlað að koma í veg fyrir slys í lofti. Bandaríks F/A-18E Super Hornet skaut vélina niður, sem var sprengjuflugvél af gerðinni Su-22

Stjórnvöld í Sýrlandi fordæma aðgerðina, sem þau segja að gæti haft alvarlegar afleiðingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem klippt er á samskiptalínur. Það var einnig gert þegar Bandaríkjaher skaut 59 Tomahawk-flugskeytum á herstöð í Sýrlandi í apríl.

Gunnar Dofri Ólafsson