„Algerlega óásættanleg staða“

28.02.2016 - 10:35
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason  -  RÚV
Fjórir lögreglumenn eru að jafnaði á útkallsvakt á Akureyri, en um 20 þúsund manns tilheyra lögregluumdæminu. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Lögreglufélags Eyjafjarðar frá því í síðustu viku, og lýsir félagið þungum áhyggjum yfir stöðu mála.

Í sumar verða áfram fjórir lögreglumenn á vakt. 

 

„[V]egna sumarleyfa mun sú staða koma upp að tveir fagmenntaðir lögreglumenn verða á vaktinni og tveir afleysingamenn, ómenntaðir. Þetta er algerlega óásættanlega staða,“ segir í ályktun aðalfundar. 

Félagið lýsir einnig áhyggjum yfir því að engin nýliðun sé í lögrlegunni á svæðinu. Meðalaldur lögrlegumanna í Eyjafirði fari hækkandi og sé nú kominn í rúm 48 ár. 

Félagið skorar á ráðamenn að fjölga lögreglumönnum við embættið. 

 

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV