Alexanderstígur heita trjágöngin við Háskólann

11.03.2016 - 20:00
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV  -  RÚV Anton Brink
Það eru víst ekki margir sem muna nafnið á trjágöngunum sem liggja frá Hringbraut að Sturlugötu á Háskólalóðinni, en hann er kenndur við Alexander Jóhannesson fyrrverandi rektor sem bar ábyrgð á gróðursetningu hans. Flakkað um byggingasögu Háskólalóðarinnar laugardaginn 12.mars kl. 1500 á Rás 1.

Gamli Garður kom fyrst

Stúdentar grófu sjálfir grunninn að Gamla Garði á þriðja áratug síðustu aldar, enda húsnæðisskortur stúdenta mikill eins og nú. En breski herinn tók síðan yfir húsnæðið fyrir spítala á stríðsárunum og þá gistu nokkrir stúdentar í aðalbyggingunni um tíma. Frá þessu segir Guðmundur Hálfdánarson prófessor og sagnfræðingur og höfundur sögu Háskólans. Pétur Ármannsson arkitekt rómar skeifu Guðjóns Samúelssonar húsameistara, en hann hafði allan veg og vanda að aðalbyggingunni, og sinnti þar öllum smáatriðum, allt frá útitröppum til innréttinga. Margir arktitektar koma að byggingum á háskólalóðinni í gegnum söguna, enda eru þær ólíkar. Jónas frá Hriflu var talsmaður þess að Háskólinn yrði byggður utan miðbæjarins, hann hafði framtíðarhugsun í þeim málum og taldi hagkvæmt að nóg byggingaland væri á svæðinu, enda hefur það sýnt sig að annað hefði verið fásinna. 

Skrítin lykt í aðlabyggingunni

Brynhildur Brynjólfsdóttir fyrrverandi starfsmaður nemendaskrár skólans bjó ásamt foreldrum sínum í kjallaranum, en þau voru húsverðir í húsinu, og voru á vakt alla daga ársins. Lyktin kom vegna möls, sem gekk þó á endanum að losna við. Hún gifti sig í kapellunni og vann síðan alla tíð við skólann, en segir, "það átti líklega ekki fyrir mér að liggja fyrir mér að fara í háskólanám, því ég reyndi nokkrum sinnum, en gekk ekki, af ýmsum ástæðum."

Mynd með færslu
Lísa Pálsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Flakk
Þessi þáttur er í hlaðvarpi