Sarpurinn

Mynd með færslu

Fórnarkostnaður tískuiðnaðarins

Fashion Factories Uncovered
07/12/2016 - 22:20
Mynd með færslu

Veðurfréttir

07/12/2016 - 22:15
Mynd með færslu

Tíufréttir

07/12/2016 - 22:00
Mynd með færslu

Lestin

Michael Jackson - Dangerous, stríð, tjáningafrelsið
08/12/2016 - 17:03
Mynd með færslu

Víðsjá

Klarínetta, orgel, jólafrumsýning, Stúdíó Stafn
08/12/2016 - 16:05
Mynd með færslu

Síðdegisfréttir

08/12/2016 - 16:00
Mynd með færslu

Síðdegisfréttir

08/12/2016 - 16:00
Mynd með færslu

Dagvaktin

70 þúsund króna Poppmeistaradagur í dag
08/12/2016 - 12:45
Mynd með færslu

Hádegisfréttir

08/12/2016 - 12:20
Mynd með færslu

Krakkafréttir

07/12/2016 - 18:50
Mynd með færslu

Vísindavarp Ævars

Saga tölvunnar - Seinni hluti
07/12/2016 - 18:30
Mynd með færslu

Jóladagatalið - Leyndarmál Absalons

Absalons Hemmelighed
07/12/2016 - 18:20

Aldrei minni hafís við norðurskautið

25.02.2016 - 07:07
Hafís
 Mynd: Wikimedia Commons
Óvenju heitt er við norðurskautið og hafís hefur aldrei verið jafn lítill á þessum árstíma frá því mælingar hófust. Venjulega þekur hafísinn svæði sem teygir sig frá suðvesturhluta Alaska og suður fyrir Svalbarða. Í janúar síðastliðnum þakti hann hins vegar ríflega milljón ferkílómetrum minna hafsvæði en í meðalári og hefur aldrei mælst minni. Jan Gunnar Winther, forstjóri Norðurpólsstofnunarinnar norsku, segir febrúar í litlu frábrugðinn, óvenju lítill hafís sé enn við norðurskautið.

Lofthiti hefur einnig verið í hæstu hæðum nyrðra, rétt fyrir áramótin mældist 0 gráðu hiti á Norðurpólnum, sem er 30 gráðum yfir meðaltali, og meðalhiti í janúar var langt yfir meðaltali víðast hvar á þessum slóðum, þótt óvenju kalt hafi verið á nokkrum svæðum í Síberíu.

Áhrifanna af hlýnun Jarðar gætir í meira mæli við norðurskautið en víðast hvar annarstaðar. Þegar ís og snjór bráðnar dökknar yfirborð lands og sjávar, dregur þannig til sín meira sólarljós og flýtir enn fyrir hlýnun, svo afar einfölduð mynd sé dregin upp.

El Niño-veður- og hafstraumafyrirbærið er líka óvenju öflugt í ár en  hlýir sjávarstraumar í Kyrrahafinu eru eitt megineinkenni þess. Mark Serreze, forstjóri hinnar bandarísku National Snow and Ice Data Center, telur það enga tilviljun, að saman fari öflugur El Niño og óvenjuleg hlýindi við norðurskautið.

Meðalhiti á heimsvísu var sá hæsti sem mælst hefur í janúar, og allt árið í fyrra var það hlýasta frá upphafi mælinga. Á Svalbarða hefur hitastig mælst yfir meðaltali 62 mánuði í röð, segir Winther. Þar um kring er nú víða opið haf, þar sem áður var lagnarís svo langt sem augað eygir. 


Deila fréttÆvar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
25.02.2016 - 07:07