Al Kaída hvetur aðra til að hafna vopnahléi

26.02.2016 - 16:04
In this image posted on the Twitter page of Syria's al-Qaida-linked Nusra Front on Saturday, March 28, 2015, which is consistent with AP reporting, a fighter from Syria's al-Qaida-linked Nusra Front holds his group flag as he stands in front of
Liðsmaður al-Nusra með fána samtakanna.  Mynd: AP  -  Nusra Front on Twitter
Mohammad al-Jolani, leiðtogi sýrlenska útibús al Kaída hryðjuverkanetsins, hvetur aðrar uppreisnarfylkingar í landinu til að hafna tilboði um vopnahlé sem á að taka gildi á miðnætti í nótt.

Í nýrri yfirlýsingu segir Jolani að vopnahléið sé í raun bellibragð vesturveldanna og þá sérstaklega Bandaríkjamanna, sem vilji koma uppreisnarmönnum undir þumalinn á Sýrlandsstjórn Bashars al Assads. Jolani leiðir al Nusra hreyfinguna sem er sem áður sagði útibú frá al Kaída og var ekki boðið að taka þátt í viðræðum um vopnahlé.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV