Áfram Skeiða- og Gnúpverjahreppur

09.01.2016 - 20:28
Mynd með færslu
 Mynd: Skeiða- og Gnúpverjahreppur  -  Skeiiða- og Gnúpverjahreppur
„Við þurfum ekki að halda skírnarveislu, Skeiða- og Gnúpverjahreppur heldur nafni sínu“, segir Kristófer Tómasson sveitarstjóri. Kosið var um framtíðarnafn sveitarfélagsins í dag í Brautarholti á Skeiðum. Rúmur helmingur þeirra sem kusu um vildi halda nafninu. Kjósa átti aftur, næði sigurnafnið ekki helmingi atkvæða.

Á kjörskrá voru 397, 209 kusu, eða 52,6 prósent. Kosið var um 7 nöfn, Nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur hlaut 111 atkvæði, 45 völdu Þjórsárhrepp, 40 völdu Þjórsársveit og 8 völdu Þjórsárbyggð.  Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur sameinuðust árið 2002. Íbúar kusu ekki um nafn á sveitarfélagið þá, en umræða um kosningu hefur vaknað reglulega síðan. „Við létum slag standa núna, þegar um þetta barst formleg tillaga“, segir Kristófer.


Deila frétt



Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV
09.01.2016 - 20:28