Áfram Skeiða- og Gnúpverjahreppur

09.01.2016 - 20:28
Mynd með færslu
 Mynd: Skeiða- og Gnúpverjahreppur  -  Skeiiða- og Gnúpverjahreppur
„Við þurfum ekki að halda skírnarveislu, Skeiða- og Gnúpverjahreppur heldur nafni sínu“, segir Kristófer Tómasson sveitarstjóri. Kosið var um framtíðarnafn sveitarfélagsins í dag í Brautarholti á Skeiðum. Rúmur helmingur þeirra sem kusu um vildi halda nafninu. Kjósa átti aftur, næði sigurnafnið ekki helmingi atkvæða.

Á kjörskrá voru 397, 209 kusu, eða 52,6 prósent. Kosið var um 7 nöfn, Nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur hlaut 111 atkvæði, 45 völdu Þjórsárhrepp, 40 völdu Þjórsársveit og 8 völdu Þjórsárbyggð.  Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur sameinuðust árið 2002. Íbúar kusu ekki um nafn á sveitarfélagið þá, en umræða um kosningu hefur vaknað reglulega síðan. „Við létum slag standa núna, þegar um þetta barst formleg tillaga“, segir Kristófer.

Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV