Áfram kalt næstu daga

30.01.2016 - 08:35
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson  -  RÚV
Ekki er útlit fyrir miklar breytingar a veðri næstu daga, að sögn Veðurstofunnar. Norðanátt verður áfram ríkjandi og snjókoma fyrir norðan. Sunnanlands verður hins vegar úrkomulítið. Áfram er spáð köldu veðri næstu daga. Í dag er spáð 2-12 stiga frosti.
Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV