Áformuðu að ráðast á heimili flóttafólks

09.02.2016 - 14:23
epa05139946 Police officers and rescue forces stand outside the Tingvalla secondary school in Karlstad, Sweden, 02 February 2016. A loud explosion was heard in the centre of Karlstad in Sweden. Local authorities say the blast came from inside the
 Mynd: epa
Sænska lögreglan er með fjórtán menn í haldi, sem grunaðir eru um að hafa ætlað að ráðast á heimili fyrir flóttamenn. Í bílum þeirra fundust axir, hnífar og járnrör.

 

Mennirnir voru handteknir í gær, eftir að lögreglunni barst ábending um áform þeirra. Heimilið sem þeir hugðust ráðast á er í Nynäshamn, um sextíu kílómetra sunnan við Stokkhólm. Aftonbladet hefur eftir lögreglunni að allir hafi mennirnir verið með erlend skilríki. Að minnsta kosti nokkrir þeirra hafi verið pólskir ríkisborgarar, sem eru búsettir í Svíþjóð og stunda þar vinnu.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV