Afli jókst í desember

15.01.2016 - 09:17
Fiskinet.
 Mynd: Gesine Kuhlmann  -  RGBStock
Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæplega 50 þúsund tonn í desember í fyrra og var það 3,4% aukning miðað við desember í hittifyrra að því er fram kemur í frétt Hagstofunnar. Uppsjávarafli var minni en botn- og flatfiskafli jókst mikið eða um rúmlega 16%.

 20 þúsund tonn veiddust af þorski í desember 2015. Á föstu verðlagi var aflinn í desember rúmlega 17% verðmætari en í desember 2014.

Heildarafli í fyrra var rúmlega þrettán hundruð þúsund tonn og var það um 22% meira en árinu áður.

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV