Afkvæmi ljóns og tígrisdýrs

17.09.2012 - 19:02
Mynd með færslu
Eitt sjaldgæfasta dýr heims fæddist í dýragarði í Síberíu á dögunum. Faðir ungans er ljón en móðir hans var afkvæmi ljóns og tígrisdýrs.

Í flestum tilvikum eru slík dýr, sem eru kölluð "Lígerar" á ensku, ófrjó. Það kom því dýragarðsvörðum nokkuð á óvart að hægt væri að taka þessa furðulegu kynbætur skrefinu lengra. Unginn telst tæknilega vera "Lílíger" þar sem hann er afkvæmi ljóns og lígers. Hann er sá eini sinnar tegundar í heiminum.