Áfengisfrumvarpið áfram rætt á Alþingi

28.02.2017 - 15:21
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi 8. desember 2016.
 Mynd: RÚV
Fyrstu umræðu um áfengisfrumvarpið er framhaldið á Alþingi í dag. Frumvarpið er verulega umdeilt, bæði innan þings og utan, og ekki er ljóst hvort það verði samþykkt. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður þess, en fleiri þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri framtíð og Pírötum eru flutningsmenn. Málið er þó umdeilt þvert á flokka.

Óvissa með samþykki frumvarpsins

Þingmenn hafa rætt málið fram og til baka síðan klukkan rúmlega tvö í dag. Alls er óvist er hvort frumvarpið verði samþykkt, en ef svo fer, verður það með naumum meirihluta. Allir þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks eru andvígir frumvarpinu. Einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Pírata og Viðreisnar eru einnig andvígir.

Tekist á fram og aftur

Þau Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tókust nokkuð á í byrjun. Fleiri þingmenn tóku til máls, meðal annars Nichole Leigh Mosty, Bjartri framtíð, Pawel Bartoszek, Viðreisn, og Elsa Lára Arnardóttir, Framsóknarflokki. Fleiri þingmenn eru á mælendaskrá: Lilja Rafney Magnúsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Ari Trausti Guðmundsson, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn Vinstri grænna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, eru einnig á mælendaskrá.

Fyrsta umræða hófst í síðustu viku og stóð lengi yfir. Flutningsmenn, ásamt Teiti Birni, eru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir, þingmenn Sjálfstæðisflokks, Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson, þingmenn Pírata, Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Pawel Bartoszek, Viðreisn.

Mynd með færslu
Sunna Valgerðardóttir
Fréttastofa RÚV