Ævistarf 12 býflugna í teskeið af hunangi

05.01.2017 - 15:10
„Það þarf að vera lágmark tíu gráðu hiti til að býflugurnar fari út úr búunum, en um leið og það nær því þá drífa þær sig út strax. Þær eru fljótar að finna það litla sem eru í boði og virðast aðlagast fljótt plöntufæðinni í íslenskri náttúru,“ segir Margrét Jóna Ísólfsdóttir, býflugnabóndi á Uppsölum í Fljótshlíð.

Þar býr Margrét ásamt Þórði eiginmanni sínum og tveimur dætrum en þau fluttust nýverið úr borginni í sveitina og helltu sér í heim býflugnanna.

Í býflugnabúi er ákveðin stéttaskipting, þar er ein drottning, karlflugurnar kallast druntar og svo eru það þernurnar sem ráða í raun ríkjum í búinu.

Samskiptin milli þessara dýra er áhugaverð, til að mynda er druntunum meinaður aðgangur að búinu á veturna enda eru þeir stórir og klunnalegir og taka óþarfa pláss. Ef plássið verður of lítið í búinu taka flugurnar sig til og sverma, sem þýðir að þær yfirgefa búið sitt og halda í leit að öðru búi.

Mynd með færslu
Kolbrún Vaka Helgadóttir
dagskrárgerðarmaður
Örkin