Ætla að umkringja vígamenn í Deir Ezzor

13.09.2017 - 14:36
epa06190161 A handout photo made available by the Syrian Arab news agency (SANA) shows Syrian army units advance in Al-Shula on the southwestern outskirts of Deir Ezzor, Syria, undated (Issued 07 September 2017). According to SANA, Syrian army units
Skriðdrekar stjórnarhersins stefna að Deir Ezzor.  Mynd: EPA-EFE  -  SANA
Sýrlenski herinn leggur allt kapp á að umkringja yfirráðasvæði hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins í borginni Deir Ezzor í austurhluta landsins. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir sýrlenskum herforingja í dag.

Sýrlenska hernum tókst í síðustu viku að rjúfa umsátur samtakanna um borgina og hefur hann síðan sent liðsauka þangað. Vígamenn ráða þó enn nokkrum svæðum í austurhluta hennar, meðfram Efrat-fljóti.

Heimildarmaður AFP segir markmiðið að hrekja vígamenn samtakanna frá Deir Ezzor og samnefndu héraði.

Að sögn AFP hafa Rússar stutt stjórnarherinn með loftárásum á yfirráðasvæði Íslamska ríkisins í borginni, en í austurhluta héraðsins hafi Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra gert loftárásir á vígamenn samtakanna til stuðnings hópum Kúrda og araba í  Sýrlensku lýðræðisfylkingunni SDF. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV